Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:37]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Frú forseti. Hluti af þingflokki Samfylkingar, sem ekki var staddur á nefndarfundum, fór í heimsókn til Landhelgisgæslunnar í morgun og fræddist um það sem þeirra bíður. Ákvörðun dómsmálaráðherra að selja björgunar-, varnar- og eftirlitstæki með þeim rökum að það hafi ekki verið notað nógu mikið stenst enga skoðun. Það er vegna sveltistefnu ríkisstjórnarinnar að Landhelgisgæslan hefur neyðst til þess að leigja út þetta öryggistæki okkar. Það er sveltistefnu ríkisstjórnarinnar um að kenna að almannaöryggi er núna stefnt í hættu, að þjóðaröryggi er stefnt í hættu, að fiskveiðieftirlit verður í skötulíki o.s.frv. Við heyrðum neyðarkall þeirra jarðvísindamanna sem hafa notið dyggrar aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Þetta varðar almannaöryggi, (Forseti hringir.) þjóðaröryggi og það verður að grípa í handbremsuna núna áður en hæstv. dómsmálaráðherra verður okkur að meira tjóni.