Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:41]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Hér ríkir þagnarbindindi ráðherranna og stjórnarliða í salnum sem þó hafa sumir hverjir lýst hneykslan sinni og undrun en virðast ekki hafa margt um þetta að segja núna. Ég hvet þá til að þrýsta á ráðherrann að hætta við þessar fyrirætlanir og koma í veg fyrir að við þurfum að horfa upp á lægra öryggisstig Íslendinga en verið hefur, að við þurfum að horfa upp á verri afkastagetu okkar til að fylgjast með náttúruvá en við höfum haft og sömuleiðis að við séum sífellt og alltaf að horfa upp á þetta sama rugl, virðulegi forseti, að ráðherra hlaupi á sig og hlaupi svo til baka og kenni þinginu um sín eigin afglöp. Það er ekki ásættanlegt, virðulegi forseti. Ráðherrann verður að svara fyrir sín eigin mistök og hætta að rugla svona í þinginu.