153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

fundarstjórn forseta.

[15:59]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir það að það er mjög mikilvægt að við fáum umræðu og svör við fyrirspurnum. Ég tók til að mynda eftir því í fyrstu fyrirspurninni sem ég sendi inn sem varaþingmaður að hún var í fimm liðum og ég fékk svör við tveimur þeirra. Svörin við seinni þremur liðunum voru að gögnin lægju ekki fyrir. Þetta er kannski lýsandi fyrir metnaðinn sem liggur að baki þeim svörum sem berast. Til þess að við getum sinnt því hlutverki sem okkur er ætlað á Alþingi hljótum við að verða að fá svör við fyrirspurnum. Það þurfa ekki endilega að vera svör sem okkur líkar en svörin þurfa samt að koma og við hljótum að eiga fullt tilkall til þess að þegar fyrirspurnir eru lagðar fram þá sé þeim svarað. Það er algjört lágmark.