Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

tónlist.

542. mál
[17:23]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra Lilju Alfreðsdóttur fyrir að gera málinu afar góð skil og vil líka þakka fyrir framtakið. Það er mjög jákvætt að sinna tónlistinni vel og gera henni æ betri skil og heilmikill menningararfur sem fylgir því að varðveita og sinna tónlistinni. Það er eitt sem ég samt hjó eftir í frumvarpinu og það varðaði forstöðumann tónlistarmiðstöðvar. Nú er háskólamenntun afar gagnleg og gagnast oft mjög vel þeim sem hana nýta sér og afla sér en ég velti fyrir mér hver sé þörfin fyrir því að forstöðumaður tónlistarmiðstöðvar sé háskólamenntaður og hvort ekki sé þá rétt að það komi fram hvert markmiðið sé með því viðmiði og þá mögulega að það sé tilgreint á hvaða sviði slík menntun ætti að vera að því. Ég get staðfest að það að vera sjálfur háskólamenntaður gerir mig að engu leyti hæfan eða færan til að stýra tónlistarmiðstöð.