ráðstöfun útvarpsgjalds.
Frú forseti. Ég þakka andsvarið og vil fyrst fagna því sem mér heyrist koma fram í máli hv. þingmanns og þingflokksformanns Framsóknarflokksins, að sannarlega sé uppi breytt staða varðandi hlutverk Ríkisútvarpsins á markaði. Það hefur komið fram í umræðu um þetta mál á fyrri þingum að þarna væri hægt að hafa ýmis viðmið til hliðsjónar. Fjölmiðlanefnd — þó að ég sé nú í sjálfu sér efins um mikilvægi þeirrar nefndar og þeirrar stofnunar í raun — miðlar sem eru undirorpnir skráningu þar eða skráningarskyldu gætu fallið þarna undir en það er útfærsluatriði. Svarið er já, það þurfa að vera einhverjar takmarkanir þar á. En ég held að það verði minnstur vandi þessa máls að útfæra þau viðmið. Eins og ég segi, þá getum við horft til skráningar hjá fjölmiðlanefnd og ýmsir aðrir möguleikar eru þar opnir.