ráðstöfun útvarpsgjalds.
Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Já, ég held að það sé alveg tvímælalaust staðan sem við myndi blasa að þessum reglum breyttum. Ef ég fer bara svona réttsælis út frá höfuðborgarsvæðinu þá þekki ég héraðsfréttablöðin; upp á Akranesi eru Skagafréttir, Skessuhorn á Vesturlandinu, Bæjarins bestu, Feykir, Húnahornið og svona heldur þetta áfram. Þetta er ógrynni héraðsfréttablaða sem mér segir svo hugur að muni njóta töluverðs stuðnings frá fólki á sínu heimasvæði, kannski sérstaklega fyrirtækjum sem eru lögþvinguð til að greiða þennan skatt án þess að hafa nokkurn möguleika á að nýta sér þá þjónustu sem þar er veitt, þ.e. kennitölurnar, þannig að ég held að þetta væri sérstaklega trygg leið til þess að auðvelda fólki að ýta undir staðbundna fréttaþjónustu. (Forseti hringir.) Hryggðarsagan í kringum N4 er eins og hún er og þær 100 milljónir sem voru settar inn á fjárlög í tengslum við það enda síðan í þessum almenna potti sem er jafn umdeildur og raunin er hvað úthlutunarreglur varðar. (Forseti hringir.) Þannig að fremst í röðinni er auðvitað bara að laga rekstrarumhverfi einkareknu fjölmiðlanna.
(Forseti (ÁLÞ): Forseti vill minna þingmenn á að ræðutími í síðari umferð er ein mínúta.)