ráðstöfun útvarpsgjalds.
Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að það sé ljóst að ef við værum að stilla af og setja upp stofnanaumhverfi hins opinbera í dag þá yrði Ríkisútvarpið aldrei sett á laggirnar með þeim hætti sem raunin er nú. Ég held að mikilvægi þess að eiga þá umræðu hafi í raun aldrei verið meira en nú þegar regluverkið er svona íþyngjandi og rekstrarumhverfið erfitt fyrir hina einkareknu miðla. Ég bara fagna og þakka fyrir þessi jákvæðu viðbrögð í garð þessarar nálgunar sem hér er lögð fram og ég er alveg móttækilegur fyrir því að sjónarmið og tillögur til bóta komi inn í starfi allsherjar- og menntamálanefndar. Ég lít á þetta sem mikilvægt skref — eða er mögulegt að kalla þetta spark í rassinn? — fyrir okkur sem hér erum að taka umhverfi fjölmiðla á Íslandi til ítarlegrar skoðunar.