Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu.

26. mál
[16:27]
Horfa

Flm. (Orri Páll Jóhannsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir spurninguna. Hvort ég telji að staðan sé svo að hér á þingi sé ríkuleg sátt um frumvarpið — ég vona það. Þó svo að það sé bara lagt fram af þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þá tel ég ákveðin merki þess. Það er alla vega áhugi á þessu máli miðað við fjölda þeirra sem vilja ræða það hér. Ég hlakka bara til að heyra og vona að hér sé ríkur vilji og áhugi á því að þetta nái fram að ganga, sem kveður auðvitað aðallega á um að boðuð lagasetning tryggi þetta. Þannig að eitt er tillagan okkar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og annað er svo þegar frumvarp, sem er boðað af hálfu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lítur dagsins ljós, að þá sjáum við þessa merki.