Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 75. fundur,  8. mars 2023.

aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023 - 2026.

795. mál
[16:45]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svarið og tek undir það að ég held að við ættum að hafa vinnustofu í hatursorðræðu á Alþingi. Ég held að það sé mjög brýnt að gera það og ríkt tilefni til.

Annað sem ég hjó eftir ekki alls fyrir löngu, fyrir rúmum mánuði, var þegar hæstv. fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður út í þessa þingsályktunartillögu og þær hugmyndir að fólk færi á námskeið gegn hatursorðræðu eða fengi fræðslu varðandi hatursorðræðu og hvernig mætti uppræta hana að í samtali við hv. þm. Sigmund Davíð Gunnlaugsson þá galt hann varhug við því. Því spyr ég hæstv. forsætisráðherra: Er einhugur í ríkisstjórninni um þetta mál? Munu stjórnarflokkarnir allir styðja þetta mál eða er þetta mál sem er ekki að fara neitt?