nafnskírteini.
Virðulegur forseti. Já, ég tek undir það. Ég held að með nútímatækni og þeirri hröðu þróun sem er að eiga sér stað þá eigi einhver slík útfærsla eins og hv. þingmaður kemur hér inn á að geta verið útfærð. Það er líka alveg ljóst í huga okkar að við teljum að innan ekki langs tíma þá verði þetta orðið meira og minna rafræn skilríki og það er þá hægt að samræma það með sama hætti og hvaða aðgang þau veita hverju sinni. Það er alveg hægt að taka undir það að við þurfum að gera mjög ríkar kröfur til viðkvæmra upplýsinga. Það er reyndar engin hætta á öðru en að ráðuneyti og ráðherra gæti þess í hvívetna við útgáfu reglugerðar að slíkt samræmist öllum persónuverndarlögum og því umhverfi sem er orðið mjög strangt hjá okkur en við þurfum líka að beita öllum úrræðum í nútímaveröldinni til að tryggja að ekki sé verið að misnota skilríki sem þessi. Það er það öryggisatriði sem við þurfum að hafa ríkulega í huga líka.