153. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2023.

heimavitjun ljósmæðra.

[16:03]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir til hv. þingmanns. Það er alltaf gott að fara héðan með jákvæð og uppbyggileg verkefni sem þetta er. Ég mun auðvitað kynna mér hver rökstuðningurinn er að baki. Einhverjir 72 tímar breyta ekki þeirri mynd sem við vorum að ræða hér áðan um mikilvægi þjónustunnar. Ég mun auðvitað kynna mér það betur og horfa til þess hvað veldur og reyna svo að taka skynsamlega ákvörðun og beita mér í þessu máli fyrir alla. Ég þakka hv. þingmanni fyrir.