Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 79. fundur,  13. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:47]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er þetta með heiðarleikann eða misvísandi upplýsingar. Í atkvæðaskýringu sagði hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra annars vegar, með leyfi forseta:

„En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“

Hæstv. ráðherra endurtekur þetta svo í annarri ræðu.

Nú kom fram hér í ræðu framsögumanns meirihlutanefndarálits áðan að þjónusta muni falla niður að 30 dögum liðnum og það séu mikilvæg skilaboð út í heiminn að svo verði. Hvernig eigum við að skilja þetta þegar engin breyting er gerð á lagatextanum? Skipta atkvæðaskýringar og orð ræðumanna hér í þingsal einhverju á móti því sem verið er að gera með lögum?