153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:05]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér erum við í þingflokki Samfylkingarinnar að leggja til að í staðinn fyrir að stjórnvöldum verði heimilt að horfa til ungs aldurs fylgdarlausra barna í leit að vernd þá verði stjórnvöldum skylt að gera það. Það gleður mitt meyra hjarta að sjá að stjórnarliðar ætla að fallast á þessa breytingartillögu. Hún skiptir máli svo send séu skýr skilaboð til þeirra sem vinna í þessum málaflokki um að þeim sé skylt að horfa til þessa. Ég er þakklát meiri hlutanum fyrir að fylgja okkur í þessu.