Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

dagur Norðurlanda.

[10:32]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Ég vil vekja athygli hv. alþingismanna á því að í dag, 23. mars, er dagur Norðurlandanna, en þann dag árið 1962 var Helsingfors-sáttmálinn undirritaður. Sáttmálinn er hornsteinn samstarfs ríkjanna sem kristallast í Norðurlandaráði. Af þessu tilefni er nú fánum Norðurlandanna flaggað hér við inngang Alþingishússins og forsetar þjóðþinga Norðurlanda eiga fjarfund til að ræða norræna samvinnu.