Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 89. fundur,  28. mars 2023.

afhending gagna varðandi ríkisborgararétt.

[14:20]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Það fyrirkomulag hefur verið uppi í 36 ár að Alþingi Íslendinga hefur með lögum veitt ríkisborgararétt. Frá 1987 hefur þetta verið með þessu fyrirkomulagi. Dómsmálaráðherra ákveður hins vegar einhliða að segja Útlendingastofnun til, að breyta sínu verklagi. Hann gerir það. Það stendur í blaðagrein hæstv. dómsmálaráðherra frá árinu 2022. Ég hvet hæstv. fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að hætta að bulla hér í pontu og lesa sér til gagns. Hér liggur fyrir minnisblað um það hvernig staðið hefur verið að þessu. Við erum að tala um lög um ríkisborgararétt. Við erum að tala um þingskapalög. Þessum tveimur ráðherrum virðist fyrirmunað að lesa lög sér til gagns og fara eftir þeim í staðinn fyrir að vera hér með leiðindi og útúrsnúninga.