Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 97. fundur,  24. apr. 2023.

lyfjalög og lækningatæki.

938. mál
[19:08]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Þetta mál og þessi Evrópureglugerð er auðvitað viðbragð við þeirri stöðu sem við upplifðum m.a. í gegnum faraldurinn. Hins vegar er það almennt mjög brýnt, líka fyrir þá sem þurfa á lyfjum að halda og lækningatækjum eftir atvikum, að þekkja stöðuna. Hér fer saman bæði það að taka upp þessa Evrópureglugerð — sem við komumst ekkert undan og er búið að samþykkja og þess vegna erum við að fara af stað áður en samþykki liggur fyrir, þannig að við vitum raunverulega í rauntíma um fólkið (Forseti hringir.) sem þarf þjónustuna og lyfin, svo að við sem erum að tryggja að þetta sé í boði vitum í rauntíma (Forseti hringir.) hver staðan er hverju sinni. Þess vegna eru til að mynda öll lyf hér undir.