Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

störf ríkisstjórnarinnar.

[15:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég tek undir þessa beiðni. Það má kannski vekja athygli á því að stjórnarandstaðan er búin að mæla fyrir 130–140 málum sem eru öll föst inni í nefnd, fullt af þeim málum eru einmitt nákvæmlega á þessum nótum; að bæta kjör almennings. En þau komast ekki úr nefnd. Í staðinn á að mæla hérna fyrir enn einum umgangi af málum inn í 1. umræðu frá stjórnarandstöðunni sem koma aftur væntanlega til með að festast inni í nefnd, komast alla vega ekkert út fyrir sumarhlé. Við erum í skrýtinni stöðu hérna þar sem málin koma hingað inn eitt af öðru, festast inni í nefnd, sama einhvern veginn hvað er að finna í þeim málum, hversu mikilvæg þau eru. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa neinn áhuga á að afgreiða þjóðþrifamál hérna.