störf ríkisstjórnarinnar.
Herra forseti. Ég ætla að taka undir þau sjónarmið sem fram komu hér um að þetta er svolítið undarlegt þinghald sem fer hér fram, að forystumenn í ríkisstjórninni láti ekki sjá sig. Þeir eru of uppteknir við það að vera hér einhverjir veislustjórar á meðan þjóðin bíður eftir fjölmörgum svörum. Ég vil bara benda á að það var haft í hótunum við leigjendur hér um helgina um að stórhækka leigu og það eru fjölmörg mörg brýn mál til úrlausnar sem ég tel að forystumenn ríkisstjórnarinnar ættu að sjá sóma sinn í að svara fyrir og vera hér í stað þess að vera uppteknir við einhverja milljarðasýningu, verðleikasýningu íslenskra stjórnvalda sem sinna ekki fólkinu sem borgar brúsann.