Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

blóðmerahald.

[15:26]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Mitt svar laut einmitt að því að þessi tæknilegi eða lagatæknilegi ágreiningur við ESA væri eitt, sem hefur verið til umfjöllunar núna í fjölmiðlum, en síðan væri það hins vegar sú umræða sem lýtur að starfseminni sem slíkri og hvað við teljum boðlegt í okkar samfélagi. Sú umræða verður alltaf að byggja á gögnum og bestu fáanlegu þekkingu, en ekki síður þeirri staðreynd sem ég hef alltaf haldið til haga í þessari umræðu hér, að umræðan, vitundin og gildi samfélagsins eru stöðugt að breytast varðandi kröfur til dýravelferðar og við verðum bæði sem samfélag og þing að fylgja þeirri umræðu eftir. En sú umræða verður að eiga sér stað í okkar samfélagi og verður ekki leidd til lykta af ESA.