Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

sameining framhaldsskóla.

[15:41]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður nefndi hér áðan líka: Tæknin er að breytast og hún kallar á breytingar. Það er líka þannig, af því að hv. þingmaður fór yfir það, að við hefðum ekki verið að — þ.e. framhaldsskólakerfið er alla vega samsett. Þegar maður skoðar aðeins sögu þess: Hvar eru skólar, með hvaða hætti eru skólar? þá liggur ekki nein heildstæð stefnumótun að baki því. Þetta hefur meira gerst m.a. vega kraftmikilla einstaklinga, kraftmikilla samfélaga sem vilja drífa málin áfram á sínum svæðum eða sínum hverfum o.s.frv. Það er ekki nein heildstæð lína í því hvaða nám er boðið upp á hvar, hvar skólar eru o.s.frv. Það eru hins vegar tækifæri til þess að nýta fjármagnið betur sem við fáum til þessa málaflokks. Og af því að við höfum rætt að það þurfi að byggja við starfsnám skóla þá teljum við að það sé líka svigrúm til þess að ná niður húsnæðiskostnaði annars staðar og nýta hann þá til nemendanna, til námsins og til skólanna. (Forseti hringir.) Það er það sem við erum að vinna að og við viljum gera það í góðu samstarfi við sem flesta aðila.