Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 108. fundur,  15. maí 2023.

safnalög o.fl.

741. mál
[16:20]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir kynningu á þessu nefndaráliti. Það er gott að fá kynningu á því. Mig langar að spyrja hv. þingmann aðeins út í breytingartillögu meiri hlutans, þ.e. 2. gr. þar sem segir að lögin skuli öðlast gildi við næstu skipun í embætti forstöðumanns eða þegar skipunartími verður framlengdur eftir gildistöku laganna. Hvaða breyting er þetta? Bara svo að við séum með það algerlega skýrt hvað þetta þýðir af því að þessi lög áttu að taka gildi strax. Hvaða áhrif hefur þessi breytingartillaga á stöðu mála?