Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 110. fundur, 23. maí 2023.
náttúruvernd.
912. mál
[14:35]
Horfa
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um atkvæðagreiðslu):
Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. umhverfis- og samgöngunefnd fyrir það hvernig hún hefur haldið á þessu máli. Það er vanvirðing við náttúru landsins að henda rusli og við berum ábyrgð á náttúrunni. Það kostar, virðulegi forseti, að þrífa upp eftir sóða sem hafa hent rusli og annaðhvort greiða skattgreiðendur kostnaðinn eða sóðarnir. Þetta frumvarp segir að sóðarnir eigi að borga. — Ég segi já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)