Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

safnalög o.fl.

741. mál
[14:43]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í meiri hluta hv. allsherjar- og menntamálanefndar drögum seinni breytingartillöguna til baka að svo stöddu þar sem hún kallar á frekari yfirferð. Ég óska þess vegna eftir því að málið fari aftur til hv. allsherjar- og menntamálanefndar til frekari umræðu.