Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 112. fundur,  30. maí 2023.

aðgerðir og barátta gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum.

496. mál
[14:59]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Forseti. Mig langar að þakka hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Heimilisofbeldi er og verður alltaf smánarblettur. Nýlegar tölur frá lögreglunni sýna að á síðasta ári bárust 598 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila á tímabilinu janúar til mars, eða að meðaltali sjö tilkynningar á dag. Rúmlega helmingur þeirra sem verður fyrir heimilisofbeldi er undir 36 ára. 78% gerenda eru karlmenn. 70% þolenda eru konur. Það er ekki nóg að skipa starfshópa. Hér er virkilega aðgerða þörf.