Staðan í efnahagsmálum, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umr.
Virðulegi forseti. Enn heldur þetta veislutal fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins áfram. Meðaltöl eru alveg ágæt út af fyrir sig en mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra: Hver eru skilaboð hans til fólks, til heimila í landinu sem hafa tekið óverðtryggð lán og síðasta vaxtahækkun þýddi fyrir þau, til viðbótar við afborgun á hverjum mánuði, 50.000, 60.000, 70.000 kr.? Hver eru skilaboð hæstv. ráðherra til þessa fólks, til þessara heimila núna þegar við erum að fara inn í sumarið og inn í haustið? Hvað vill ráðherra Sjálfstæðisflokksins segja við heimilin í landinu þegar svona ber undir?