Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 113. fundur,  30. maí 2023.

Staðan í efnahagsmálum, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umr.

[17:40]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef menn vilja fara út í greiningu á því hvað gerist þegar við fáum eftirspurnarverðbólgu þá er það alveg sjálfsagt og er það nú að jafnaði þannig að hlutur fyrirtækja er nokkur af því sem leiðir af verðbólgunni. En það er engin spurning að launþegar hafa sömuleiðis tekið stóran hluta og ég er ósammála því sem hv. þingmaður sagði hér en hann sagði að fyrirtækin hefðu tekið miklu meira heldur en launþegarnir. Það er ekki samkvæmt þeim útreikningum sem ég hef beint fyrir framan mig og það sem kemur líka þar fram er að launafólk fékk mjög aukinn hluta af þjóðarkökunnar frá 2013–2018. Síðan þá hafa fyrirtækin líka tekið til sín hluta af aukinni landsframleiðslu en alls ekki eins og hv. þingmaður sagði, og við getum síðan rætt eitthvað síðar um reiknaða og greidda húsaleigu. Hér er undirliggjandi spurningin um það hvort húsaleiga hafi hækkað langt umfram laun undanfarin misseri og það er ekki það sem útreikningarnir hafa verið að sýna.