Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 113. fundur,  30. maí 2023.

Staðan í efnahagsmálum, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umr.

[17:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Gögnin sýna það kannski ekki þegar maður velur eftir hentisemi hvaða tímabil er verið að miða við. Ef miðað er við undanfarið ár síðan verðbólgan fór af stað þá er þetta niðurstaðan, ekki það að launþegar hafi haft það svo rosalega gott með tilliti til verðbólgunnar. Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra um fjármálaáætlun síðasta árs, hún var gerð þegar verðbólgan var að fara af stað en það átti bara að vera tímabundið. Síðan þegar fjárlög voru lögð fram í haust þá var sagt að þetta væru nú fjárlög sem ættu að stuðla að stöðugleika og berjast við verðbólguna og verja heimilin o.s.frv., en síðan þá hefur verðbólgan ekki breyst neitt sérstaklega, verið mjög svipuð, rétt um 9–10%. Af hverju, þrátt fyrir allar þessar aðgerðir, höfum við ekki séð árangur í því að lækka verðbólguna? Mjög einföld spurning.