Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 121. fundur,  8. júní 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[15:51]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni fyrir hans framsögu og hans ræðu hér um fjármálaáætlun. Hannn talaði mikið í sinni ræðu um að það væri lítið að frétta af nýjum hagræðingaraðgerðum hjá ríkisstjórninni og í tillögunni og það hefði ekki verið mikið nýtt að frétta af auknu aðhaldi, hann talaði mikið um þetta aðhald. Mig langar að vita: Vill Flokkur fólksins eitthvert aðhald og hvaða aðhald leggur Flokkur fólksins til?