Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 121. fundur,  8. júní 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[15:53]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Frú forseti. Hér erum við að ræða fjármálaáætlun í ljósi þess að það eru búnar að vera vaxtahækkanir og verðbólga. Ég spyr: Eru einhverjar beinar tillögur um aðhald frá Flokki fólksins eða eru þetta allt bara einhver stóryrði um það sé hægt að sækja peningana í djúpu vasana? Þá langar mig að spyrja, talandi um það að hér er verðbólga í landinu: Ef við setjum aðallega áherslu okkar á aukna tekjuöflun, meiri tekjuöflun og enn meiri tekjuöflun til að setja í meiri útgjöld og enn meiri útgjöld, hvaða áhrif hefur það á verðbólguna og vaxtastigið í landinu? Ég held að það sé verðbólga og lægri vextir, þ.e. að draga úr verðbólgu og lækka vexti sem hjálpar þeim hvað mest sem minnst hafa á milli handanna. Þess vegna hef ég miklar áhyggjur af þessari tekjuöflunar- og útgjaldaaukningu Flokks fólksins.