Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 121. fundur,  8. júní 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[15:54]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Sigurjón Þórðarson) (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að svar mitt verði til þess að minnka aðeins áhyggjur hv. þingmanns. En það er alveg ljóst að hvorki öryrkjar né leigjendur sem við viljum rétta hjálparhönd á þessum tímum eru valdir að þessari verðbólgu sem nú geisar. Það er alveg deginum ljósara. Ég trúi því að mikill meiri hluti þingmanna sé mér sammála hvað það varðar. Auðvitað er það viðkvæmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sækja eitthvað í þessa djúpu vasa þannig að ég segi bara við Sjálfstæðismenn: Safnið smá kjarki. Það þarf ekkert að fara af einhverri hörku í þetta, það er bara nóg að byrja á því að skylda það að fiskur fari á markað. Hvað varðar sparnaðartillögur þá höfum við rætt hér fyrr á þessum fundi þessa fjármuni sem fara til frjálsa fjölmiðla, 400 millj. kr. Ég hefði viljað fara aðra leið, líkt og eflaust flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, trúi ég. En þeir eiga ekki að vera hræddir við þetta. Safnið smá kjarki.