Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

undanþága fyrir landbúnaðarvörur frá Úkraínu.

[13:03]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Lágkúran verður varla meiri en þetta, að hingað mæti hv. þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og nafngreinir hér þingmenn í efnahags- og viðskiptanefnd og telur þá vera á móti því að aðstoða Úkraínu og fólk í neyð. Mér finnst þetta lágkúra. Hér hefur margoft verið tekið fram og ég held að allir þingmenn séu sammála um það að við viljum styðja við Úkraínu af öllum okkar mætti. Það lá ljóst fyrir að það var ekki meiri hluti fyrir því í nefndinni að framlengja þetta úrræði. Ég tel líka að þetta mál hafi verið á forræði ríkisstjórnarinnar. Þetta snertir mörg ráðuneyti. Ég get nefnt forsætis-, fjármála-, utanríkis- og matvælaráðuneytið og ég tala hér fyrir hönd meiri hluta nefndarinnar, að fólki hefði verið í lófa lagið að leggja hér fram frumvarp og þetta hefði verið rætt í ríkisstjórn.