Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:27]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessu frumvarpi stígum við mikilvæg skref fyrir fjölda foreldra hér á landi. Mig langar að óska þeim foreldrum til hamingju og mig langar að óska okkur til hamingju með að vera tilbúin að skoða lög og hlusta, sérstaklega á þingkonur hér inni sem hafa talað af eigin reynslu og verið óhræddar við að berjast.