Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:28]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er að mörgu leyti mjög gott mál. Enn hefur þó ríkisstjórninni ekki tekist að útskýra hvað hún á við með orðinu leghafi sem birtist ítrekað í þessu máli. En í trausti þess að þegar ríkisstjórnin talar um leghafa eigi hún við konur ætla ég að styðja þetta mál. Ég er ósáttur með þessa orðnotkun en styð markmið málsins. Ég styð frumvarpið en hvað orðnotkunina varðar þá fordæmi ég þetta fordæmi.