Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.

1156. mál
[18:45]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég verð nú bara í lokin á þessu máli að lýsa yfir áhyggjum mínum af því að Píratar telji ekki ástæðu til þess að efsta lag embættismanna þjóðarinnar sem hér um ræðir taki þátt í því að taka á sig minni launahækkun en ella. Að það sé eitthvað öðruvísi með þau embætti en okkur hin, þjóðkjörnu fulltrúana, að taka þátt í því þegar við erum að fást við erfitt efnahagsástand, að þessi hálaunahópur þurfi ekki að bera þar ábyrgð. Þess vegna get ég auðvitað engan veginn samþykkt þessar breytingartillögur sem hér hafa verið lagðar á borð af hálfu Pírata.