Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.

1156. mál
[18:46]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Það er einfaldlega þannig að launakjör forseta Íslands, dómara og saksóknara eiga að njóta ákveðinnar verndar fyrir pólitískum afskiptum. Þess vegna er það sett hér inn að við séum ekki að hringla í þeim launum þótt við bregðumst auðvitað við þrýstingi gagnvart okkar eigin launahækkunum, skiljanlega, í ljósi ástandsins og þess að þessari ríkisstjórn hefur ekki tekist að takast á við verðbólguna. Ég fagna því sem hefur heyrst hérna inni sem er að þetta kerfi sem átti að ná svo mikilli sátt um launakjör okkar sé kannski ekki alveg að nýtast til að ná þeirri sátt, eins og raun ber vitni endurtekið. Ég vona að við getum tekið það upp hér að nýju á haustþingi.