154. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2023.

drengskaparheit.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mælir einróma með staðfestingu kosningar Elvu Daggar Sigurðardóttur og telst það samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir.

Elva Dögg Sigurðardóttir og Ragnar Sigurðsson hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

Fyrst vil ég biðja Elvu Dögg Sigurðardóttur um að rita undir heitstafinn og því næst Ragnar Sigurðsson.

 

[Elva Dögg Sigurðardóttir, 10. þm. Suðurk., og Ragnar Sigurðsson, 2. þm. Norðaust., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]