154. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2023.

mannabreytingar í nefndum.

[15:04]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf, dagsett 18. september, frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokks um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa:

Ásmundur Friðriksson tekur sæti sem aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Hildar Sverrisdóttur. Óli Björn Kárason tekur sæti sem aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Teits Björns Einarssonar. Jón Gunnarsson tekur sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Teits Björns Einarssonar og Njáll Trausti Friðbertsson verður varamaður í stað Guðrúnar Hafsteinsdóttur í sömu nefnd. Teitur Björn Einarsson tekur sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Bryndísar Haraldsdóttur og Jón Gunnarsson verður varamaður í stað Teits Björns Einarssonar í sömu nefnd. Bryndís Haraldsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Teitur Björn Einarsson tekur sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Teitur Björn Einarsson tekur sæti sem varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Berglind Ósk Guðmundsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í framtíðarnefnd í stað Hildar Sverrisdóttur. Þá tekur Teitur Björn Einarsson sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs í stað Ásmundar Friðrikssonar og að lokum tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins í stað Ásmundar Friðrikssonar.

Forseta hefur borist bréf, dagsett 18. september, frá varaformanni þingflokks Framsóknarflokks um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa. Jóhann Friðrik Friðriksson tekur sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Þórarins Inga Péturssonar. Ágúst Bjarni Garðarsson tekur sæti sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar og Líneik Anna Sævarsdóttir tekur einnig sæti sem aðalmaður í stað Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur en Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tekur sæti sem varamaður í stað Líneikar Önnu Sævarsdóttur í sömu nefnd. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Stefáns Vagns Stefánssonar. Jóhann Friðrik Friðriksson tekur sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur og Líneik Anna Sævarsdóttir tekur sæti sem varamaður í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar í sömu nefnd. Að lokum tekur Jóhann Friðrik Friðriksson sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild NATO-þingsins í stað Stefáns Vagns Stefánssonar en Stefán Vagn Stefánsson tekur sæti sem varamaður í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar í sömu nefnd.

Forseta hefur borist bréf, dagsett 18. september, frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa:

Jódís Skúladóttir tekur sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Jódísar Skúladóttur.

Forseta hefur í dag borist bréf frá formanni þingflokks Samfylkingarinnar um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa:

Jóhann Páll Jóhannsson tekur sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í stað Helgu Völu Helgadóttur, og Logi Einarsson taki sæti sem varamaður í stað Jóhanns Páls Jóhannssonar í sömu nefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.