154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

314. mál
[16:49]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra framsöguna. Það er nú stuttur tími þannig að ég kem mér beint að efninu. Hér segir í greinargerð frumvarpsins á bls. 7 í 2. kafla að, með leyfi forseta:

„Samkvæmt nýjustu greiningu Vinnumálastofnunar má gera ráð fyrir að bæta þurfi við húsnæði fyrir um 460 manns í hverjum mánuði á þessu ári …“

Nú nefndi hæstv. ráðherra nokkra húsnæðiskosti í framsögu sinni en þeir duga ekki í langan tíma miðað við þetta mat Vinnumálastofnunar. Hefur farið fram mat á því húsnæði sem ríkissjóður hefur tak á og hvað dugar það til margra mánaða miðað við þetta mat og þessa greiningu Vinnumálastofnunar um að það þurfi húsnæði fyrir 460 manns í hverjum mánuði út þetta ár?