154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

314. mál
[16:59]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alla vega ekki gefinn neinn afsláttur af brunavörnum og öryggi. Þetta búsetuúrræði fellur aðeins á milli flokka. Það er ekki gistiheimili, það er ekki almennar íbúðir, (Gripið fram í.) þannig að það eru gerðar kröfur og heimild sett til slökkviliðs og brunavarna að gera þær kröfur til að ekki sé gefinn neinn afsláttur af þessu grundvallaröryggi sem varðar brunavarnir.

Ég er sammála hv. þingmanni. Það er alveg lágmark sem við þurfum að gera varðandi hollustuhætti, varðandi brunavarnirnar og það að húsin standi í það minnsta og þoli þann þunga sem í þeim verður.