154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

314. mál
[17:06]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er ekki nákvæmlega kunnugt um það. Eins og ég nefndi í inngangi mínum og í einhverju andsvarinu hefur Vinnumálastofnun verið að undirbúa sig ef þetta verður að veruleika. Hún horfir til fæðingarheimilisins við Eiríksgötu til að mynda sem fyrsta úrræðisins í þessum hluta. Ég held reyndar, ef ég rifja það upp, að á ráðherrafundi og í rökstuðningi hafi ástæðan fyrir því að menn óskuðu þess og hvöttu mjög til þess að þessi leið yrði farin, og að við í iðnaðarráðuneyti legðum fram þetta frumvarp, einfaldlega verið sú að menn voru búnir að teikna sig inn á það að þetta ferli yrði mjög þungt og erfitt. Þeir myndu aldrei ná því til að bregðast við þeim vanda sem við stæðum frammi fyrir á árinu 2023 eða 2024 og myndi það fyrst og fremst koma til álita seinna.