154. löggjafarþing — 17. fundur,  18. okt. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 279, um ferðakostnað, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 284, um notkun ópíóíða, og þskj. 285, um aðgerðir vegna endómetríósu, báðar frá Diljá Mist Einarsdóttur og á þskj. 286, um tekjur ríkissjóðs vegna gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu, frá Ingu Sæland.

Einnig hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 277, um ferðakostnað, frá Birni Leví Gunnarssyni og á þskj. 263, um íslenskukennslu fyrir útlendinga, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.

Að lokum hafa borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 272, um ferðakostnað, frá Birni Leví Gunnarssyni og á þskj. 342, um riðu, frá Teiti Birni Einarssyni.