154. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2023.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

378. mál
[18:20]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir andsvarið. Ég fór niður í þingflokksherbergi Pírata í fyrrakvöld og hitti þar fyrir hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem ætlaði að skila kveðju til hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar, sem ég hafði ekki rekist á. Við vorum sjálf í Flokki fólksins að ákveða þessa breytingu í fyrradag og við vorum að klára hana einmitt í gær. Hv. þm. Björn Leví Gunnarsson veit það fullvel að stundum ganga hlutirnir ansi hratt fyrir sig hér. Að ég eða við í Flokki fólksins höfum á einhverjum tímapunkti reynt að skilgreina það hvers vegna hv. þm. Björn Leví Gunnarsson tók sig af þessu máli — það er rangt. Það gerðum við ekki. Við sögðum bara sannleikann, alveg eins og ég get sagt hér: Það voru tveir þingmenn með okkur áður en við tókum þessa breytingu á hækkun bankaskatts, hv. þm. Oddný G. Harðardóttir hjá Samfylkingu og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum. Annað var það nú ekki sem kom fram og það er bara sannleikurinn. Það er ástæðan fyrir því að það er enginn með okkur nema bara Flokkur fólksins.