tóbaksvarnir.
Virðulegi forseti. Varðandi þessa innleiðingu sem hér á sér stað og þetta bann við bragðefnum í tóbaki þá erum við að verða með síðustu löndum í Evrópu, EES-löndum, til að taka upp þetta bann í tóbaki. Síðan er auðvitað verið að vinna líka að alþjóðlegu banni á bragðefnum í nikótínvörum. Þetta er allt gert í forvarnaskyni og byggir á rannsóknum sem sýna fram á mjög mikla fylgni á milli efna sem breyta bragði af tóbaki og neyslu þessara sömu vara. Þetta kemur auðvitað dálítið mismunandi út eftir samfélögum en grundvallaratriðið er að bragðefni í tóbaki hafa áhrif á neysluna. Það er hægt að fletta bæði í alþjóðlegum rannsóknum og skýrslum, gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og víðar til að fá grunninn að þessari tillögu.