154. löggjafarþing — 74. fundur,  19. feb. 2024.

lögreglulög.

707. mál
[17:32]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinni spurninguna. Við höfum heyrt í nokkuð langan tíma mikið ákall lögreglunnar eftir fjölgun lögreglumanna. Ráðherra tekur undir það og það er eitt af stefnumálum ráðherra í sínu starfi að efla lögregluna af öllum mætti. Nú er það svo, eins og ég nefndi hér áðan, að löggæsla í dag er orðin með öðrum hætti heldur en hún var fyrir einhverjum árum eða áratugum síðan. Það er mikil frumkvæðisvinna og það er mikil vinna sem gæti kallast bakvinnsla, þannig að lögreglan hefur styrkt sig hvað þennan þátt varðar, ráðið marga sem við köllum þá borgaralega starfsmenn til lögreglunnar en eru ekki lögreglumenn (Forseti hringir.) og styðja þannig við störf lögreglunnar. Það er rétt að við þurfum að (Forseti hringir.) bæta og fjölga lögreglumönnum í landinu.