154. löggjafarþing — 75. fundur,  20. feb. 2024.

mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna.

577. mál
[14:25]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra yfirferðina. Ég held nú að þegar maður vindur sér beint í niðurstöðukafla skýrslunnar þá teiknist upp sú mynd að greiðslukjör námslána á Íslandi dragi úr vilja námsmanna til að taka námslán. Það eitt og sér hlýtur að vera mikill áfellisdómur yfir kerfinu ef skilaboðin beint og óbeint eru þannig að kjörin verði með þeim hætti að nemendur „velja“ sér það hlutskipti að sleppa þessu frekar. Auðvitað er svartnættið ekki algjört en þetta sér maður, að lánþegar búa við mikla óvissu um þróun greiðslubyrði. Það er óvissa um hvort 30% niðurfellingin fáist. Það er talað um vaxtaáhættu, að það þurfi að endurskoða vaxtaálag. Þannig að ég spyr hæstv. ráðherra: Er þessi mynd um greiðslukjörin ekki stórkostlegt áhyggjuefni fyrir umhverfi háskólans á Íslandi?