154. löggjafarþing — 75. fundur,  20. feb. 2024.

mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna.

577. mál
[14:26]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Verkefnið sem þingið fékk hér var að reyna að breyta og samþykkja ný lög sem væru að veita styrk að hluta til og búa til hvata. Þar voru teknar að hluta til sömu ákvarðanir og í Noregi um að þú þarft að klára ákveðnar einingar til að fá hluta af lánsupphæðinni breytt í styrk. Það verður ekki bæði sleppt og haldið varðandi það hvort vextir séu lækkaðir og styrkjakerfið afnumið og hvernig við komum því á. Þarna var verið að reyna að breyta því, af því að við megum ekki gleyma að í gamla kerfinu greiddum við niður vexti og þar kom styrkurinn í gegnum það og það sést vel á mismunandi sviðsmyndum sem eru í skýrslunni. Ég hef áhyggjur af því að þingið hafi ekki séð fyrir sér að vextir væru komnir á þann stað sem þeir eru í dag og hver greiðslubyrði námslána gæti orðið með því. Þess vegna tel ég réttast að bregðast m.a. við því strax með frumvarpi núna í vor.