mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna.
Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég ætla að vinda mér beint í það sem hæstv. ráðherra talar hér um, að sumir kjósi að vinna með námi. Hæstv. ráðherra nefndi hvaða kostnaður gæti hlotist af slíku í andsvari hér við annan hv. þingmann áðan. Ég velti fyrir mér: Hvaða mögulegi kostnaður getur legið í því fyrir ríkissjóð að láta háskólanema og þá sem eru með rétt til þess að taka námslán í friði með sína vinnu? Er það ekki í rauninni bara ágóði fyrir ríkissjóð að hirða af þeim skatta? Það er eins og ég sé það. Ég get hvergi nokkurs staðar komið auga á kostnað ef stúdentinn kýs að vinna með náminu. Ég sé engin útgjöld ríkissjóðs í því. Ég sé bara ábata, ég sé bara skatttekjur, enda erum við nú ein skattpíndasta þjóð í heimi og það er sannarlega ekki þannig að þau muni sleppa við að greiða skattana sína frekar en nokkur annar.