154. löggjafarþing — 76. fundur,  21. feb. 2024.

sjúklingatrygging.

718. mál
[16:31]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Einsleitni er góð. Það er gott að réttur sé svipaður hér og annars staðar eða a.m.k. eins og hann er í löndunum í kringum okkur, þannig að mér þykir það skjóta skökku við. Auðvitað kostar þjónusta, hver sem hún er, og ef við ætlum að vera sambærileg í að veita þjónustu þá þurfum við bara að gera það sem aðrir eru að gera, við þurfum aðeins að skoða það.

Jú, ég heyrði á hæstv. ráðherra að það hefði þurft meiri tíma. Maður veltir því fyrir sér, hávær umræða um bólusetningu varð ekki fyrr en í Covid. Ég hugsa að önnur lönd hafi glímt við svipuð tímamörk frá því að Covid skall á okkur til dagsins í dag, að þau hafi þá nýtt þennan tíma betur og það hlýtur að vera ef þessi lög eru síðan 2001 en við ætluðum að vera búin að endurskoða þau fjórum árum seinna, en við erum að gera það 24 árum seinna, þannig að við erum greinilega ekki að vinna mjög hratt hérna í því að yfirfara það sem okkur ber að gera.