154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ.

675. mál
[13:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er samt bara verið að taka tímabundnar ákvarðanir . Þingið fer í sumarfrí o.s.frv. og þá er mikilvægt að frestirnir lifi það af. En svo ég gefi dæmi um það: Það er alltaf verið að kvarta yfir því þegar ég segi að það vanti kostnaðarmat, það vanti áhættumat, það vanti forgangsröðun og alls konar svoleiðis, það vanti rosalega margt hvað áætlanagerð varðar, og sagt að það sé svo erfitt að gera nákvæmar áætlanir. En ég er ekki að biðja um nákvæmar áætlanir, ég er að biðja um a.m.k. lágmarksframfærslu í því. Tökum sem dæmi, fyrst það er talað um faglega vinnu, minnisblaðið sem ríkisstjórnin fékk hérna í nóvember, eftir gosið þá, um að tryggja kyndingu í Reykjanesbæ. Það var ekki tekin ákvörðun þá um að tryggja slíka kyndingu. En þegar aðstæðurnar komu síðan upp sem aðilar almannavarna vöruðu við í nóvember (Forseti hringir.) — ef það hefði verið farið strax í að fylgja þeim faglegu ábendingum þá hefði jafnvel ekki verið (Forseti hringir.) kyndingarvandamál í Reykjanesbæ í síðasta mánuði. Það er það sem ég er að kalla eftir. Þetta er ekki fullkominn áætlanagerð, að sjálfsögðu ekki, (Forseti hringir.) en það þarf a.m.k. þá að bregðast við þessu faglega.

(Forseti (ÁLÞ): Forseti vill minna þingmenn á að ræðutími er ein mínúta í síðari umferð.)