154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ.

675. mál
[13:34]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Undir það nefndarálit sem við ræðum hér í dag skrifa allir hv. þingmenn í efnahags- og viðskiptanefnd og það eru að mínu mati meðmæli með störfum nefndarinnar þegar við komumst að slíkri niðurstöðu. Líkt og ég fór yfir í framsöguræðu minni og hef gert líka hér í andsvörum hafa hér mörg frumvörp verið gerð að lögum sem búa til ákveðna heildarmynd eða er í það minnsta ætlað að gera það. Það munu einhverjir hlutir áfram standa út af og ég tel einboðið að við munum halda áfram í þessari vinnu, fara yfir það hvernig þessi úrræði eru að virka (Forseti hringir.) og halda vinnunni áfram. Hér í dag er verið að stíga mjög mikilvæg skref.